Rafrit

Velkomin á heimasíðuna. Hér birtast endurminningar mínar og annað efni sem ég hef búið til birtingar.

Tímaflakk með Markúsi

Höfundurinn hefur frá ýmsu að segja af reynslu sinni á viðburðaríkri starfsævi. Tímaflakkið er rafræn útgáfa í tímaritsformi, aðgengileg á veraldarvefnum og veitir möguleika til leturstækkunar og flettingar á milli blaðsíðna.

Í fyrsta heftnu er fjallað um sumarstörf Markúsar þegar hann var sendisveinn hjá Flugfélagi Íslands. Næst segir hann frá stofnun Sjónvarpsins 1966, en þar var hann annar af tveim fyrstu fréttamönnunum. Siðar átti hann sæti í borgarstjórn Reykjavíkur í 14 ár og varð útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins árið 1985. Markús gegndi embætti borgarstjóra í Reykjavík 1991-1994 og er fjallað um það tímabil sérstaklega. Í tilefni af 80 ára afmæli Markúsar í maí 2023 segir hann frá bernsku sinni í Reykjavík. Heftin eru orðin sex talsins og fleiri eru væntanleg. Smellið hér.

Hljómaldan. Hlaðvarpsefni.

Árið mitt í Ameríku.

Markús Örn var einn hinna mörgu, sem gerðu hlé á námi í menntaskóla til að dveljast árlangt í Bandaríkjunum á vegum American Field Service. Hann var við nám í Corvallis High School í borginni Corvallis í Oregon fyrir rúmum 60 árum. Markús fjallar hér um kynni sín af bandarísku þjóðlífi í embættistíð John F. Kennedy, forseta, sem dáður var um víða veröld. Veður voru válynd í heimsmálum 1961-1962 og geimferðakapphlaup stórveldanna í algleymingi. Það ríkti þó velsæld og bjartsýni í Bandaríkjunum eins og Markús kynntist á ferðum sínum um landið, með náminu í skólanum og á heimili Roberts-fjölskyldunnar, sem hann bjó hjá. Í skólanum eignaðist hann marga góða vini, sem hann hefur ennþá samband við. Smellið hér.

Stofnun Sjónvarpsins.

Í þættinum segir Pétur Guðfinnsson frá undirbúningi að stofnun Sjónvarpsins og upphafsárum þess. Pétur var fyrsti starfsmaður Sjónvarpsins. Það hóf útsendingar í septemberlok 1966 og var hann framkvæmdastjóri þess í rúm 30 ár. Pétur var útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins í lok starfsferils síns 1997. Frásögn Péturs var hljóðrituð sumarið 2022, þegar hann var 93 ára. Þulur er Markús Örn Antonsson, fyrrum fréttamaður Sjónvarpsins og útvarpsstjóri RÚV. Smellið hér.